-->

Alltaf að upplifa eitthvað nýtt

Maður vikunnar er fæddur og uppalinn Norðfirðingur. Hann byrjaði 13 ár á sjó með pabba sínum. Hann segir það hafa verið eftirminnilegt að fara í Barentshafið í fyrsta sinn.

Nafn: 

Sæþór Sigursteinsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Neskaupstað.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Hildi Heimisdóttur og á 2 börn úr fyrra sambandi.

Hvar starfar þú núna?

Háseti á Beiti NK 123.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

13 ára byrjaði ég á handfærum og línu með föður mínum og byrjaði 2006 á frystitogaranum Barða NK 120 og var þar í 15 ár.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er tilbreytingin, maður er ALLTAF að upplifa eitthvað nýtt.

En það erfiðasta?

Fjarvera frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? 

Úff, það er svo margt, en það er mjög eftirminnilegt þegar við fórum í fyrsta skiptið til Rússlands í Barentshaf á Blæng NK 125.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Geir Stefánsson stýrimaður á Blæng NK og allar hans sögur.

Hver eru áhugamál þín?

Mótorsport allan daginn.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góð steik og bernes.

Hvert færir þú í draumfríið?

Í sól og sand, bið ekki um meira eins og staðan er.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...