Alltaf skemmtilegt þegar vel fiskast

Deila:

Maður vikunnar byrjaði í fiski í Keflavík fyrir 30 árum og nú er hann skipstjóri á Hafrafelli SU. Hann hefur gaman af af ferðalögum og stangveiði og langar til Kúbu.

Nafn:

Andrés Pétursson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Keflavík en búsettur í Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Huldu Björk Kristjánsdóttir og eigum við 3 börn.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Hafrafelli SU.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði 1988 til 1989 í fiskverkun í Keflavík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er alltaf skemmtilegt þegar fiskast vel.

En það erfiðasta?

Þegar það er léleg veiði  og brælur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Pass😊

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Árni Már Kjartansson.

Hver eru áhugamál þín?

Stangveiði og ferðalög.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltkjöt og baunir.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Kúbu.

 

Deila: