Almanak smábátasjómanna gefið út í 21. sinn

Deila:
Landssambands smábátaeigenda hefur gefið út og sent félagsmönnum sínum almanak en þessi útgáfa hefur verið samfelld í 21 ár. Auk almennra upplýsinga sem tilheyra almanaki eru skilaboð stílaðar til smábátaeigenda,  árdegisflóð, stofndagar svæðisfélaga LS og dagsetningar aðalfunda þeirra, ásamt fleiru. Að vanda prýða almanakið uppskriftir af girnilegum fiskréttum hvern mánuð en þær koma frá smábátaeigendum. Auk þeirra gefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra uppskrift  að forrétti að hætti matvælaráðherra.
Frá upphafi hefur Guðmundur Bjarki Guðmundsson verið hönnuður dagatalsins en ljósmyndari er Erlendur Guðmundsson.
Deila: