Almenn ánægja

Deila:

Góður gangur hefur verið á sýningunni Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll. Aðsókn hefur verið góð og sýnendur ánægðir með framkvæmd sýningarinnar. Fyrirtækin sýna búnað af nánast öllu tagi sem kemur að notum á öllum sviðum sjávarútvegsins, allt frá skófatnaði upp í frystiskip. Þeir sýnendur sem Auðlindin hefur rætt við lýsa allir ánægju með sýninguna. Hér koma á eftir nokkrar myndir frá sýningunni. Ljósmyndir Hjörtur Gíslason.

Farið yfir málin. Birgir á Vestmannaey, Guðmundur Huginn á Hugin, Njáll frá Gjögri, Tryggvi frá Vestmannaeyjahöfn og Freyr frá Gjögri. Feðgarnir Njáll og Freyr eru að taka á móti nýjum Verði sem kom til Grindavíkur á miðvikudag og Birgir að taka við nýrri Vestmannaey.

 

Feðgarnir Axel og Óskar hjá Marport kynna afurðir sínar. Fyrirtækið er þekkt fyrir nema af margvíslegu tagi.

 

Hilmar Sigurgíslason og Jónas Ágústsson hjá Eltaki rtu ánægðir með sýninguna. Þeir hafa tekið þátt í sjávarútvegssýningum hér á landi frá 1984. Þeir selja vogir af margvíslegu tagi.

 

Hjónin í Beiti Hafsteinn og Þóra eru ánægð með gang mála og hafa fengið mikið af góðum gestur. Vélin í forgrunni myndarinnar er notuð til að hreinsa hrogn og er þessi á leið til Grikklands.

 

Atli Jósafatsson kynnir fjarstýrða toghlera, sem auðvelda verulega stýringu á trollinu ofan úr brú.

Deila: