Anna prinsessa gaf Kirkellu nafn

Deila:

Breska prinsessan Anna gaf nýju skipi Samherja og Parlevliet & og Van der Plas, Kirkellu, formlega nafn í vikunni. Skipi­ð er stærsta úthafsveiðiskip Bretlands og stundar þorskveiðar í Barentshafi og við Grænland.

Aflinn er flakaður og frystur um borð og það sem ekki nýtist í flökin fer í mjöl og lýsu, en fiskimjölsverksmiðja er um borð. Því fer ekkert af aflanum til spillis. Um borð eru Flexicut skurðarvélar frá Marel þannig að einnig eru framleiddir flakabitar um borð.

Skipið er 80 metra langt og sérstaklega styrkt til veiða í Norðurhöfum. Skipið ber 700 tonn af afurðum og landar um það bil 5 sinnum á ári í Hull. Skipið kostaði um 4,8 milljarða íslenskra króna og var smíðað í norsku skipasmíðastöðinni Kleven Shipyard. Það er hannað af Rolls Royce og var afhent á síðasta ári.

Við skírnarathöfnina var viðstöddum boðið upp á fisk og franskar en megnið af þorsk- og ýsuafla skipsins fer í þá framleiðslu.

rrem

 

 

Deila: