-->

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í fararbroddi kynntu sér starfsemi klasans og voru ýmis tækifæri rædd. Gestir frá Frakklandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum fengu einnig kynningu og ávalt vekur verkefnið 100% fish mikla athygli.

Fylkisstjóri Maine Janet T. Mills kom ásamt fylgdarliði ráðamanna í Portland en tilgangur hennar heimsóknar var að skoða Hús sjávarklasans í tilefni væntanlegrar opnunnar sambærilegs hús í Maine. Fylkisstjórinn hafði á orði hversu spennt hún væri fyrir því að sjá sambærilegt módel loksins verða að veruleika í Maine og þakkaði Íslenska sjávarklasanum fyrir að hafa komið með fullnýtingarhugsunina yfir hafið. Að heimsókn lokinni bauð hún öllum frumkvöðlum hússins upp á súpu og brauð með sér og heyrði hvað þeir höfðu að segja.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...