-->

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í fararbroddi kynntu sér starfsemi klasans og voru ýmis tækifæri rædd. Gestir frá Frakklandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum fengu einnig kynningu og ávalt vekur verkefnið 100% fish mikla athygli.

Fylkisstjóri Maine Janet T. Mills kom ásamt fylgdarliði ráðamanna í Portland en tilgangur hennar heimsóknar var að skoða Hús sjávarklasans í tilefni væntanlegrar opnunnar sambærilegs hús í Maine. Fylkisstjórinn hafði á orði hversu spennt hún væri fyrir því að sjá sambærilegt módel loksins verða að veruleika í Maine og þakkaði Íslenska sjávarklasanum fyrir að hafa komið með fullnýtingarhugsunina yfir hafið. Að heimsókn lokinni bauð hún öllum frumkvöðlum hússins upp á súpu og brauð með sér og heyrði hvað þeir höfðu að segja.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stundaðir verði heiðarlegir, gagnsæir og löglegir...

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við stjórnvöld, þannig að...

thumbnail
hover

Varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að grípa til eftirfarandi aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulí...

thumbnail
hover

Lítil frávik í íshlutfalli

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtunar m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu h...