-->

Arctic Fish á hlutabréfamarkað

Hafin eru viðskipti með bréf Arctic Fish á Euronext markaðnum í Osló og er það í kjölfarið af hlutafjáraukningu og frumútboði upp á 9 milljarða króna sem lauk 15. febrúar síðastliðinn.  Auðkenni fyrirtækisins verður AFISH.

Fjármögnun á frekari vexti

Stærstur hluti frumútboðsins eða 5,3 milljarðar króna fer í að fjármagna frekari vöxt félagsins og vaxtartækifæri innan virðiskeðju fyrirtækisins.  Arctic Fish áætlar að vaxa úr núverandi 7.400 tonna árlegri sölu upp í 24.000 tonna árlega sölu árið 2025.  Reksturinn batnar stöðugt og búast má við aukinni stærðarhagkvæmni samhliða vaxandi framleiðslu.

Framkvæmdastjóri félagsins Stein Ove Tveiten segir: „Við erum mjög ánægð með þann árangur sem hefur náðst, framleiðslukostnaður í sjóeldinu er nú þegar orðinn samkeppnishæfur við norska framleiðendur og við höfum sett markið á að bæta framleiðsluna enn frekar.  Markmiðið er að skapa eftirtektarverðan, sjálfbæran og arðbæran rekstur hér á Vestfjörðum.“

Innlengt eignarhald eykst og sterkir eigendur með áframhaldandi stuðning

Íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar auk starfsmanna félagsins tóku þátt í hlutafjárútboðinu og hefur íslenskt eignarhald nú aukist úr 2,5% upp í rúm 10% af heildarhlutafé félagsins.  Norway Royal Salmon aðaleigandi félagsins jók hlutafjáreign sína um 3 milljarða króna og mun eftir aukninguna eiga 51,3% hlut í félaginu.

DNB markaðir, Pareto Securities ásamt Arion Banka sáu um hlutafjárútboðið og skráningarferlið.

Frétt og mynd af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...

thumbnail
hover

Benchmark fær rekstrarleyfi í Höfnum

Matvælastofnun hefur veitt Benchmark Genetics Iceland hf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Kirkjuvogi í Höfnum, Reykjanesbæ í samræmi v...