Ársskýrsla Hafró komin út á netinu

101
Deila:

Ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2020 er komin út. Hún kemur einungis út á rafrænu formi. 

Í skýrslunni er að finna samantekt um rannsóknastarfsemina á árinu 2020 eftir rannsóknasviðum stofnunarinnar, stoðdeildum, útibúum og einnig er yfirlit um starfsemi Sjávarútvegsskóla Þróunarsamvinnumiðstöðvar UNESCO sem er hluti af GRÓ og Hafrannsóknastofnun rekur. Þá er rekstraryfirlit fyrir árið 2020 í sérstökum kafla.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró ritar inngang að skýrslunni og ritar þar meðal annars;

„Eins og fram kemur í ársreikningi er afgangur af rekstri stofnunarinnar á árinu 2020 en áfram er glímt við uppsafnaðan hallarekstur vegna fyrri ára. Krafa stjórnvalda um hagræðingu í rekstri á undanförnum árum hefur leitt til þess að dregið hefur úr grunnrannsóknum stofnunarinnar og dregið hefur verulega úr vöktun sumra nytjastofna. Þá hefur ekki verið hægt að sinna sem skyldi rannsóknum tengdum loftslagsbreytingum. Vöktun á lífríki hafs og vatna er kostnaðarsöm en þær upplýsingar eru nauðsynlegar ef veita á ráð um skynsamlega nýtingu auðlindanna. Ef dregið er úr vöktun og rannsóknum á lífríkinu getur það leitt til skorts á upplýsingum sem þarf til að hægt sé að veita ráð um nýtingu sem byggir á hámarks afrakstri. Upplýsingaskortur getur því leitt til lægri ráðgjafar um heildarafla og þar með minni gjaldeyristekna þjóðarbúsins.“

Smellið á hlekkinn til að lesa skýrsluna.

Deila: