Átak til að auka framboð á ferskum fiski

Stórmarkaðir í Bretlandi eru nú að taka saman höndum til að geta boðið neytendum upp á nægilegt framboð á matvælum eins og ferskum fiski. Þetta gera þeir eftir að bresk stjórnvöld hafa slakað á samkeppnislögum  til að tryggja nægilegt framboð matvöru meðan faraldur Corona veirunnar  gengur yfir.

Þannig verður stjórnendum stórmarkaðanna heimilt að skiptast á upplýsingum um framboð og birgðir til að standa saman að afgreiðslutíma verslana og deila dreifingarmiðstöðvum og sendiferðabílum. Einnig verður heimilt að deila starfsfólki eftir þörfum. Þá hafa kröfur um leyfilegan aksturstíma flutningabílstjóra verið rýmkaðar. Einnig hefur skattur á plastpoka í heimsendingum verið felldur niður. Hann verður þó áfram í gildi við innkaup í verslunum.

Þetta mun væntanlega greiða fyrir flutningi og sölu á ferskum fiski til Bretlands, sem hefur nánast fallið niður á síðustu dögum. Bretar þurfa að borða eins og aðrir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Rúmlega 4.700 tonn af kolmunna til...

Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt með rúm 1.100 tonn af kolmunna. Börkur NK kom síðan í gærmorgun með tæp 1....

thumbnail
hover

SFS styrkja Hafró um 65 milljónir...

Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertí...

thumbnail
hover

Nú er ég farinn

Hér er Sturla að leggja úr höfn í síðasta sinn frá Grindavík á sínum ferli. Báturinn hefur verið seldur til Litháen þar sem h...