-->

Átak til að auka framboð á ferskum fiski

Stórmarkaðir í Bretlandi eru nú að taka saman höndum til að geta boðið neytendum upp á nægilegt framboð á matvælum eins og ferskum fiski. Þetta gera þeir eftir að bresk stjórnvöld hafa slakað á samkeppnislögum  til að tryggja nægilegt framboð matvöru meðan faraldur Corona veirunnar  gengur yfir.

Þannig verður stjórnendum stórmarkaðanna heimilt að skiptast á upplýsingum um framboð og birgðir til að standa saman að afgreiðslutíma verslana og deila dreifingarmiðstöðvum og sendiferðabílum. Einnig verður heimilt að deila starfsfólki eftir þörfum. Þá hafa kröfur um leyfilegan aksturstíma flutningabílstjóra verið rýmkaðar. Einnig hefur skattur á plastpoka í heimsendingum verið felldur niður. Hann verður þó áfram í gildi við innkaup í verslunum.

Þetta mun væntanlega greiða fyrir flutningi og sölu á ferskum fiski til Bretlands, sem hefur nánast fallið niður á síðustu dögum. Bretar þurfa að borða eins og aðrir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...