-->

Auðlindin.is í loftið

Sjávarútvegsfréttaveita Ritforms ehf. hefur nú fengið nafnið Auðlindin en hún hefur um árabil verið rekin undir nafninu Kvótinn. Nýtt nafn er liður í þróun veffréttasíðunnar sem daglega er uppfærð og má þar fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi. Ritform ehf. á og rekur einnig sjávarútvegstímaritið Ægi og gefur út blaðið Sóknarfæri í sjávarútvegi, auk þess að gefa út ýmsa aðra miðla sem tengjast atvinnulífinu, íslenskum fyrirtækjum og kynningu þeirra, bæði á innlendum vettvangi og erlendis.

„Okkur þótti nafnið Auðlindin vera hentugt og lýsandi á vef þar sem fjallað er um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sjálfa sjávarútvegsauðlindina. Markmið okkar er að efla þjónustu Auðlindarinnar á frétta- og upplýsingasviðinu skref fyrir skref næstu misseri. Með þeim miðlum Ritforms ehf. þar sem fjallað er um sjávarútveginn, Auðlindinni, Ægi og Sóknarfæri, bjóðast auglýsendum einnig mikil tækifæri á einum stað til að ná augum og eyrum í þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Ritforms.

Ritstjóri Auðlindarinnar er Hjörtur Gíslason og er hann með aðsetur í Grindavík. Ritstjóri Ægis og Sóknarfæris er Jóhann Ólafur Halldórsson og er hann með aðsetur á Akureyri.

Auglýsingasjóri allra miðlanna er Inga Ágústdóttir.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Smjörsteiktur þorskur

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem...

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...