-->

Auðlindin.is í loftið

Sjávarútvegsfréttaveita Ritforms ehf. hefur nú fengið nafnið Auðlindin en hún hefur um árabil verið rekin undir nafninu Kvótinn. Nýtt nafn er liður í þróun veffréttasíðunnar sem daglega er uppfærð og má þar fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi. Ritform ehf. á og rekur einnig sjávarútvegstímaritið Ægi og gefur út blaðið Sóknarfæri í sjávarútvegi, auk þess að gefa út ýmsa aðra miðla sem tengjast atvinnulífinu, íslenskum fyrirtækjum og kynningu þeirra, bæði á innlendum vettvangi og erlendis.

„Okkur þótti nafnið Auðlindin vera hentugt og lýsandi á vef þar sem fjallað er um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sjálfa sjávarútvegsauðlindina. Markmið okkar er að efla þjónustu Auðlindarinnar á frétta- og upplýsingasviðinu skref fyrir skref næstu misseri. Með þeim miðlum Ritforms ehf. þar sem fjallað er um sjávarútveginn, Auðlindinni, Ægi og Sóknarfæri, bjóðast auglýsendum einnig mikil tækifæri á einum stað til að ná augum og eyrum í þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Ritforms.

Ritstjóri Auðlindarinnar er Hjörtur Gíslason og er hann með aðsetur í Grindavík. Ritstjóri Ægis og Sóknarfæris er Jóhann Ólafur Halldórsson og er hann með aðsetur á Akureyri.

Auglýsingasjóri allra miðlanna er Inga Ágústdóttir.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

60 ár frá komu Óðins

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagnar nú 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var...

thumbnail
hover

Frá Brussel til Barcelona

Á næsta ári, 2021, munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel u...

thumbnail
hover

Leggja til vörumerkið „Báru“ fyrir sölu...

Sigurlið Vitans – hugmyndakeppni sjávarútvegsins, sem fór fram um helgina, leggur til að Brim leggi áherslu á sjálfbærni ísl...