Auglýst eftir umsóknum um tilraunakvóta

Deila:

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja auglýsir nú eftir umsóknum um „tilraunakvóta“. Um er að ræða 11.711 tonn af kolmunna, 3.159 af makríl og 4.695 tonn af norsk-íslenskri síld. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar.

Tilraunakvótunum er ætlað að stuðla að framþróun og nýjungum í vinnslu á viðkomandi tegundum og að skapa með því aukna atvinnu með byggðarsjónarmið í huga. Kvótunum er úthlutað til eins, tveggja, þriggja eða fjögurra ára. Aðeins fyrirtæki eða einstaklingar sem eru með fasta búsetu í Færeyjum.

Deila: