Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

137
Deila:

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða minni afla er að engin loðna var á árinu 2019. Afli uppsjávarskipa minnkaði um 31 þúsund tonn vegna loðnubrests. Afli frystitogara jókst um 11 þúsund tonn en Vigri kom inní rekstur félagsins á árinu 2019. Afli ísfisktogara minnkaði um 7 þúsund tonn en Engey var seld á miðju ári og Helga María var í rannsóknarverkefni hluta ársins. Aflaverðmæti var 17.530 milljónir kr og jókst um 4.930 milljónir króna frá fyrra ári.

Í meðfylgjandi töflu er afli og aflaverðmæti einstakra skipa og útgerðarflokka 2019 í samanburði við árið á undan.

 

  2019 2018
  Afli (tonn) Verðm (þ. ISK) Afli (tonn) Verðm (þ. ISK)
Uppsjávarskip        
Venus NS 150 47.279 1.669.232 59.087 1.721.257
Víkingur AK 100 41.446 1.428.873 60.863 1.760.072
  88.725 3.098.105 119.950 3.481.328
Frystitogarar        
Höfrungur III AK 250 8.299 2.830.268 8.783 2.228.996
Örfirisey RE 4 10.210 3.598.946 9.045 2.371.864
Vigri RE 71 9.868 3.370.045    
  28.378 9.799.259 17.828 4.600.860
Ísfisktogarar        
Ottó N. Þorláksson RE 203     3.125 462.225
Sturlaugur H Böðvarsson AK 10     553 106.019
Helga María AK 16 2.615 520.604 6.825 1.027.183
Engey RE 1 3.181 627.596 7.524 1.157.297
Akurey AK 10 7.908 1.623.009 6.924 1.063.497
Viðey RE 50 8.963 1.860.745 4.509 699.527
  22.667 4.631.954 29.460 4.515.749
         
Togarar samtals 51.045 14.431.213 47.289 9.116.608
         
Samtals 139.770 17.529.318 167.238 12.597.937

 

Deila: