-->

Aukið verðmæti útflutnings fiskafurða

Verðmæti vöruútflutnings í október 2021 jókst um 11,5 milljarða króna, eða um 18,7%, frá október 2020, úr 61,4 milljörðum króna í 72,9 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 11 milljarða króna, eða um 37,6% samanborið við október 2020, og munar þar mest um aukið útflutningsverðmæti áls.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá nóvember 2020 til október 2021, var 720,8 milljarðar króna og hækkaði um 115,8 milljarða króna miðað við sama tímabil ári fyrr eða um 19,1% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 50,7% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði og var verðmæti þeirra 24,1% meira en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Sjávarafurðir voru 37,7% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 9,7% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 8,6 milljarða, eða um 30,4%, á sama tímabili og var 5,1% af heildarútflutningsverðmæti síðustu tólf mánaða.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stuðla að grænum skrefum í sjávarútvegi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (aflvísir...

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...