-->

Aukið verðmæti útflutnings fiskafurða

Verðmæti vöruútflutnings í október 2021 jókst um 11,5 milljarða króna, eða um 18,7%, frá október 2020, úr 61,4 milljörðum króna í 72,9 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 11 milljarða króna, eða um 37,6% samanborið við október 2020, og munar þar mest um aukið útflutningsverðmæti áls.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá nóvember 2020 til október 2021, var 720,8 milljarðar króna og hækkaði um 115,8 milljarða króna miðað við sama tímabil ári fyrr eða um 19,1% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 50,7% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði og var verðmæti þeirra 24,1% meira en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Sjávarafurðir voru 37,7% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 9,7% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 8,6 milljarða, eða um 30,4%, á sama tímabili og var 5,1% af heildarútflutningsverðmæti síðustu tólf mánaða.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...