Aukin aðsókn í nám í veiðarfæratækni

Deila:

Aðsókn í nám í Veiðarfæratækni (netagerðar) hjá Fisktækniskólanum í Grindavík hefur tekið vel við sér, nú á haustönn er komnir tíu nýnemar í námið hjá okkur og er þá tuttugu og þrír skráðir í Veiðarfæratækni. Lögð hefur verið áhersla á að endurvekja áhuga á námi í Veiðarfæratækni og þá skipti miklu að námið sé aðgengilegt öllum án tillits til búsetu. Þá sé afar brýnt að þeir sem starfað hafi við veiðarfæragerð og viðhald veiðarfæra fái að njóta þekkingar sinnar og reynslu í náminu en margir sjómenn hafi haldgóða reynslu á þessu sviði.

Fisktækniskóli Íslands í Grindavík tók við netagerðarnáminu áramótin 2018. Námskráin hafið þá verið endurskoðuð í samstafi við fagnefnd netagerðar og öll helstu fyrirtæki í veiðarfæragerð, sjávarútvegsfyrirtæki og þau fyrirtæki sem þjónusta netagerðirnar. Lögð er áhersla á að nemendur þurfi ekki að flytjast búferlum til að geta lagt stund á námið. Faglegu greinarnar eru kenndar í staðar- og fjarnámi en hinar almennu greinar er unnt að taka við hvaða framhaldsskóla sem er t.d. í fjarnámi. Þá er lögð áhersla á svonefnt raunfærnimat, en í raunfærnimati er starfsreynsla metin inn í námið og þannig getur námstími styst til mikilla muna. „Við viljum benda á að í reyndin sé það grundvallaratriði fyrir íslenskan sjávarútveg að veiðarfæragerð í landinu sé á háu stigi því þó svo að stærri fiskiskipum hafi fækkað þá hafi veiðarfærin stækkað og gerð þeirra krafist síaukinnar kunnáttu og þekkingar. Til viðbótar hafi bæst við verkefni vegna sífellt umfangsmeira laxeldis,“ segir í færslu á heimasíðu skólans.

 

Deila: