-->

Aukinn þorsk- og makrílafli í ágúst

Afli íslenskra fiskiskipa var rúmlega 131 þúsund tonn í ágúst 2020 sem var 16% meiri afli en í ágúst 2019. Botnfiskafli var tæplega 39 þúsund tonn og jókst um 10% miðað við ágúst 2019. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 20 þúsund tonn og jókst um 22%.

Uppsjávarafli var tæplega 89 þúsund tonn sem var 18% meiri afli en í ágúst 2019. Uppistaða þess afla var makríll, tæp 86 þúsund tonn. Flatfiskafli var um 2.800 tonn sem er 27% aukning miðað við fyrra ár. Samdráttur var áfram í skel- og krabbadýraafla í ágúst sem var rétt tæp 610 tonn samanborið við 684 tonn í ágúst 2019.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá september 2019 til ágúst 2020, var rúmlega 1.011 þúsund tonn sem var 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Aflaverðmæti í ágúst, metið á föstu verðlagi, var 11,2% meira en í ágúst 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Ágúst September-ágúst
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 97,7 108,7 11,2
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 113.469 131.119 16 1.090.610 1.011.219 -7
Botnfiskafli 35.502 38.900 10 490.707 461.657 -6
Þorskur 16.417 20.104 22 275.971 278.584 1
Ýsa 4.481 4.286 -4 59.475 48.434 -19
Ufsi 7.572 6.868 -9 70.554 53.353 -24
Karfi 5.319 5.949 12 53.368 51.919 -3
Annar botnfiskafli 1.713 1.692 -1 31.339 29.368 -6
Flatfiskafli 2.187 2.777 27 23.081 22.499 -3
Uppsjávarafli 75.097 88.832 18 567.161 520.005 -8
Síld 7.364 2.582 -65 129.931 141.956 9
Loðna 0 0 0
Kolmunni 1.146 720 -37 270.870 225.644 -17
Makríll 66.587 85.530 28 166.360 152.404 -8
Annar uppsjávarfiskur 0 0 2
Skel-og krabbadýraafli 684 610 -11 9.660 7.055 -27
Annar afli 0 0 1 2 76

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...