Auknar heimildir til flutnings makríls milli ára

Deila:

Með reglugerð nr. 1665/2021 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 640/2021, um veiðar á makríl var flutningsréttur á óveiddu aflamarki í makríl aukinn úr 10% í 15% og einnig látin taka til aflaheimilda sem skip fá úthlutað sbr. B- og D-lið 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar.

Því miður hefur ekki tekist að láta þessar breytingar koma fram á heimasíðu Fiskistofu, en verið er að vinna að því að réttur flutningur komi fram þar. Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðar auknar flutningsheimildir þeirra skipa sem það á við. Athugasemdir við töfluna eru vel þegnar á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is og er taflan birt með fyrirvara um villur.

Deila: