-->

Austfirðingar – vilja strandveiðar í september

Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi kom saman til fundar fyrr í dag.  Á fundinum var einkum fjallað um framtíð strandveiða og jákvætt viðhorf landsmanna til þeirra veiða.
Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er lögð áhersla á óbreytt fyrirkomulag strandveiða í 4 mánuði á ári en í stað maí til og með ágúst verði heimilt að velja 4. mánuðinn, en margir á félagssvæði FSA horfa þar á september og tímabilið verði þá júní til og með september.
Stjórn FSA lýsir fullum stuðningi við aðalfundarsamþykkt Landssambands smábátaeigenda 2012 um „Strandveiðikerfi til framtíðar“, þar sem segir að veiða megi 14 klst á dag, 4 daga í viku, 4 mánuði á ári, 650 þorskígildi pr. dag án heildaraflahámarks á hverju veiðisvæði.  Afli sem fari til strandveiða skerði ekki það sem komi til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði
Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands Smábátaeigenda, smabatar.is