-->

Austfirðingur með suðrænum blæ

Maður vikunnar miðlar aflamarki og aflahlutdeild milli aðila í sjávarútvegi í eigin fyrirtæki. Hann var áður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í sama hlutverki. Eftirminnilegustu samstarfsmenn hans eru Björn Jónsson og Kristján Þórarinsson, en þá greindi oft á um stjórnun fiskveiða. Hann fékk um daginn besta saltfisk sem hann hefur smakkað og langar í draumafrí til Ítalíu eða Spánar.

Nafn:
Ingvi Þór Georgsson.

Hvaðan ertu?

Ég hef búið mestan hluta ævinnar í Reykjavík en amma og afi í móðurætt eru frá Seyðisfirði á meðan amma og afi í föðurætt voru frá Reyðarfirði svo ég er Austfirðingur með suðrænum blæ.

Fjölskylduhagir?

Í sambandi með Svanbjörgu Berg og erfingi væntanlegur í júní.

Hvar starfar þú núna?

Á og rek Aflamiðlun.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Sumarstarf hjá LÍÚ árið 2014 sem fljótlega varð SFS.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er án nokkurs vafa fólkið í greininni.

En það erfiðasta?

Neikvæðni og niðurrif.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Tók á móti kínverskri sendinefnd árið 2016. Þar fór ég með þrjá embættismenn frá Kína að skoða fiskvinnslur og fiskvinnsluaðferðir fyrir 6 íslenskar tegundir. Túlkurinn sem var ráðinn sagði upp á fyrsta degi og það var eitt og annað furðulegt sem átti sér stað þá vikuna. Lítil sem engin enska töluð og mikið um handabendingar og geðþóttaákvarðanir sem voru ekki samkvæmt dagskrá. Skemmtilegt engu að síður.  

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru margir góðir en ég leyfi mér að tilnefna Björn Jónsson fyrrverandi kvótamiðlara og Kristján Þórarinsson núverandi stofnvistfræðing SFS sem tókust á eins og hundur og köttur um fiskveiðistjórnun, kvóta og veiðar meðan ég vann með þeim báðum.

Hver eru áhugamál þín?

Ansi vítt þar sem ég hef áhuga á viðskiptum, veiði, borðspilum, fótbolta og golfi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ég er mikill Ribeye maður en fékk um daginn besta saltfisk sem ég hef smakkað og kom hann frá Daða vini mínum í KG Fiskverkun. Að fá síld fyrir jól er líka í miklu uppáhaldi.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Ítalíu eða Spánar. 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...