Bacalao – saltfiskréttur fyrir sælkera

Deila:

Saltfiskur með hamsatólg! Kannski ekki núna, þó hann sé alveg sérstaklega góður inn á milli. Það eru til svo margar uppskriftir að góðum saltfiskréttum, sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til, þau sem alin voru upp á soðnum saltfiski og þverskorinni ýsu. Þess vegna er gott að fara á veiðar á netinu og finna nýjar og góðar uppskriftir að góðum saltfiskréttum, því fátt er betra en góður fiskur.
Þessa uppskrift fundum við á vefsíðunni gulur rauður grænn og salt og mælum með henni.

Innihald:

800 g saltfiskur (eða hvítur fiskur að eigin vali)
8 kartöflur, afhýddar og skornar i skífur
2 laukar
1 dl ólífuolía
4-6 grillaðar paprikur, skornar gróft
1 rautt chilí, saxað
4 hvítlauksrif, saxað
2 dósir niðurskornir tómatar
100 g ólífur
1 búnt basilíka, söxuð
salt og pipar

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita.

Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Steikið kartöflurnar, lauk, hvítlauk og chilí þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómötum og papriku saman við og saltið og piprið.

Látið fiskinn út i og látið malla í 30-45 mínútur. Hristið pönnuna einstaka sinnum til en hrærið ekki í blöndunni. Setjið að lokum ólífur og basilíku út í. Smakkið til með salti og pipar.

 

Deila: