-->

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hvítar og fallegar flögur. Algjör veisla. Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera algert lostæti.

Innihald:

800g þorskhnakkar í fjórum jöfnum bitum

½ bolli sýrður rjómi

1 tsk. Sítrónubörkur, rifinn

2 geirar hvítlaukur, smátt saxaður

1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

½ tsk. salt

¼ tsk. svartur pipar

Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°

Hrærið saman sýrðan rjóma, sítrónubörkInn, hvítlaukinn, steinselju, salt og pipar. Smyrjið blöndunni á fiskstykkin og setjið þau í gott eldfast mót smurt með olíu eða smjöri.

Bakið í ofninum í 10-12 mínútur eða meira ef stykkin eru þykk.

Berið fiskinn fram á salatbeði úr spínati eða öðru grænmeti að eigin vali, sítrónusneiðum og hafið með nýjar soðnar kartöflur, sneiðar af gúrku og tómötum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skipin ýmist á sjó eða í...

Kolmunnaskipin sem lágu í Norðfjarðarhöfn  héldu til veiða í gær þegar niðurstöður skimunar áhafna þeirra fyrir Covid 19 lá...

thumbnail
hover

Göt á sjókví í Arnarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi fimmtudaginn 2. apríl um þrjú göt á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Hringsda...

thumbnail
hover

Dreifibréf um mögulegar hættur LED-ljósa á...

Á dögunum gaf Samgöngustofu út dreifibréf dreifibréf þar sem fjallað er um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði ...