-->

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hvítar og fallegar flögur. Algjör veisla. Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera algert lostæti.

Innihald:

800g þorskhnakkar í fjórum jöfnum bitum

½ bolli sýrður rjómi

1 tsk. Sítrónubörkur, rifinn

2 geirar hvítlaukur, smátt saxaður

1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

½ tsk. salt

¼ tsk. svartur pipar

Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°

Hrærið saman sýrðan rjóma, sítrónubörkInn, hvítlaukinn, steinselju, salt og pipar. Smyrjið blöndunni á fiskstykkin og setjið þau í gott eldfast mót smurt með olíu eða smjöri.

Bakið í ofninum í 10-12 mínútur eða meira ef stykkin eru þykk.

Berið fiskinn fram á salatbeði úr spínati eða öðru grænmeti að eigin vali, sítrónusneiðum og hafið með nýjar soðnar kartöflur, sneiðar af gúrku og tómötum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þorskurinn að færa sig af hefðbundinni...

Merkingarnar á þorski í fyrra benda til að þorskur hafi fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norðvestan land yfir á norðari...

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...