Bakaður þorskur

478
Deila:

Nú höfum við það einfalt og þægilegt. Vetrarvertíð á þorski stendur yfir og vel veiðist af þeim gula. Betri þorsk en feitan vertíðarfisk er varla hægt að fá og svona fínt háefni á ekki að menga með miklu kryddi.  Best er að njóta einfaldleikans í rólegheitum á tímum Coronaveirunnar. Þorskurinn er ekki með hana.

Innihald:

800g þorskhnakkar, roð og beinlausir

½ tsk. salt

1 msk. ferskur sítrónusafi

smávegis af cayenne pipar

2 msk. ólífuolía

2 msk. söxuð steinselja

Aðferðin:

Hitið ofninn í 200°C

Skerið þorskinn í fjóra jafna bita og leggið í eldfast mót, sem smurt hefur verið með ólífuolíu. Penslið bitana með olíunni, ýrið sítrónusafa yfir þá og kryddið  með salti og cayenne pipar. Sjóðið góðar kartöflur og afhýðið þær og skerið í hæfilega bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið kartöflubitana þar til þeir verða gullnir, stráið smávegis af grófu salti yfir þá og hellið eins og einni matskeið af basilolíu yfir undir lokin

Bakið í fiskinn ofninum í 10-12 mínútur eftir þykkt stykkjanna. Stráið síðan steinseljunni yfir. Berið fiskinn fram með kartöflunum og fersku salati að eigin vali.

 

Deila: