-->

Baldvin Njálsson ýsukóngur ársins

Ýsukvóti þessa fiskveiðiárs er nánast upp veiddur nú í byrjun síðasta mánaðar fiskveiðiársins. Aðeins eru rúm 1.000 tonn eftir óveidd af kvóta upp á 37.000 tonn. Líklega kemur til þess í einhverjum mæli að útgerðir gangi eitthvað á næsta árs kvóta eins og heimilt er.

Kvótinn á næsta ári er ríflega 45.000 tonn. Mestur hefur ýsukvótinn á síðasta áratugi verið 58.600 tonn fiskveiðiárið 2018/2019, en minnstur 34.750 tonn fiskveiðiárið 2016/2017.
Togarinn Baldvin Njálsson GK er ýsukóngur þessa fiskveiðiárs með 1.164 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Næstu skip eru Vestmannaey VE með 9.460 tonn, Arnar HU með 915 og Vigri RE með 816 tonn.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...