Bananaýsa

209
Deila:

Ýsan er herramannsmatur og Haddi frændi fær óvíða betri fiskrétt en hjá henni Helgu minni, þegar hann kemur í heimsókn til Íslands og hún býður honum upp á bananaýsu. Kannski finnst fólki að bananar og ýsa eigi litla samleið, en það er bara áður en en rétturinn hefur verið bragðaður. Suðrænt ívaf við ýsu úr norðurhöfum er góð blanda. Geiri kokkur á Albert GK 31 nefndi það við Helgu þegar hún var með fiskbúð í Grindavík á sínum tíma og seldi fiskrétti í verslanir á höfuðborgarsvæðinu, að þetta væri lostæti. Það reyndist rétt og bananaýsan hefur slegið í gegn í áratugi.

Rétturinn er mjög einfaldur og auðveldur í matseld.
Innihald:
2 ýsuflök
2 bananar
Paprika skorin í sneiðar
Sætt sinnep, þetta gula
Sítrónupipar
Rifinn ostur
Aðferð:
Roðrífið ýsuna og skerið í bita. Kryddið með sítrónupipar. Sinnep sett á hvern bita. Sneiddir bananar og paprikusneiðar settar ofaná. Rifna ostinum stráð yfir. Bakist í eldföstu móti þar til osturinn er gullinbrúnn.
Frábær réttur, gott að hafa með grjónum og hrásalati.
Verði ykkur að góðu.

 

 

Deila: