Bara að ýta á START!

264
Deila:

Enn höldum við okkur á Skaganum, en maður vikunnar er rafvirki hjá Skaginn 3X. Starfinu fylgja mikil ferðalög, sem bæði eru skemmtileg og erfið, sérstaklega fjarveran frá börnum og fjölskyldu. Nautasteik er efst á matseðlinum og hann langar til að ferðast til Dúbæ og Ástralíu.

Nafn:

Jóhann Þór Sigurðsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Akranesi.

Fjölskylduhagir?

Einstæður faðir með 2 yndisleg börn 3 og 6 ára.

Hvar vinnur þú núna?

Ég vinn hjá Skaginn 3X sem rafvirki.

Hvenær hófstu vinnu við sjávarútveg?

Árið 2002.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Er meðal annars uppsetningarferðir í góðra manna hóp, hvort það séu stórar eða smáar uppsetningar.

En það erfiðasta?

Það er pressan frá kúnnum þegar maður er að starta nýjum búnaði og þeir vilja fá full afköst strax!!!, En það tekur oft smá tíma komast þangað en þeir skilja það ekki, bara ýta á “START“ og allt á að virka, en einnig er það fjarveran frá börnum og fjölskyldu sem er erfiðust.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það hefur nú ýmislegt komið fyrir í þessum ferðum en það skrýtnasta sem ég hef lent í er þegar ég vara að setja upp IQF frysti í Chile. Þá þurfti ég að sitja nokkra fundi með fullt af yfirmönnum og það var túlkur sem hvíslaði í eyrað á mér hvað þeir voru að segja og þegar það kom að mér að tala, þá þögðu allir og störðu á mig tala og á meðan ég var að tala þá túlkaði túlkurinn allt sem ég sagði hægt og rólega.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir koma nú margir í hugann, en verð nú að segja að Sigmundur Ingvar Svansson og hann Guðmundur Þór Guðmundsson séu þeir skemmtilegustu sem ég hef unnið með.

Hver eru helstu áhugamál þín?

Fjölskylda, vinir og ljósmyndun.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautasteik með bakaðri kartöflu og piparsósu.

Hvert færir þú í draumafríið?

Maður hefur nú farið á marga staði á vegum vinnuna en væri til í að fara til Dúbæ og einnig Ástralíu.

 

Deila: