Bara gaman þegar það er erfitt

245
Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni byrjaði a vinna í fiskeldi ári fyrir fermingu í Noregi. Síðustu misserin hefur hann verið vinnslustjóri hjá ÚA, en starfar nú á upplýsingatæknisviði Samherja. Hann langar til Suður-Ameríku, en ætlar samt næst í frí til Ástralíu.

Spurningar í maður vikunnar:

Nafn:

Kristján Sindri Gunnarsson.

Hvaðan ertu?

Er frá Akureyri en með 4 ára ára búsetu á Ísafirði og 4 ára búsetu í litlum bæ fyrir utan Stavanger í Noregi.

Fjölskylduhagir?

 Á eina dóttur að nafni Emilía Mist.

Hvar starfar þú núna?

Var vinnslustjóri ÚA en skipti um starf fyrir mánuði síðan og starfa nú á upplýsingatæknisviði Samherja með áherslu á hugbúnað tengdri vinnslunni, m.a. Marel og Valka.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði ári fyrir fermingu á kassalager hjá Marine Harvest í Hjelmeland í Noregi. Því hefur alltaf verið stutt í áhuga á fiskeldi hjá mér.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

 Fjölbreytileikinn og þessi hraða þróun sem hefur orðið að veruleika síðustu ár.

En það erfiðasta?

Bara gaman þegar það er erfitt, en þá er skemmtilegra að leysa úr vandanum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar ég var 17 ára braut ég báðar pípur í framhandleggnum við vinnu og hef alltaf vandað til verka eftir það.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir hafa verið margir en ef ég þarf að nefna einn þá er það Jakob Atlason. Alveg óheflaður persónuleiki sem lætur allt flakka en á sama tíma svo indæll.

Hver eru áhugamál þín?

Fótboltinn er alltaf efstur en golf fylgir fast á eftir, síðan það klassíska fjölskylda, vinir, skemmta sér, spila og ferðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ekki hægt að klúðra lasagne, en að sama skapi ef gert rétt, getur það verið ómótstæðilegt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Suður-Ameríka heillar en næsta frí er planað aftur til Ástralíu, ætli það sé ekki bara draumurinn núna að komast aftur eitthvert í frí.

 

Deila: