-->

Bátafloti Gríms Karlssonar kominn á vefinn

Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra. Þessa vikurnar stendur yfir vinna við uppsetningu á nýrri sýningu á bátalíkönunum og var tækifærið notað til að mynda hvert og eitt módel og byggja upp vef um bátaflota Gríms Karlssonar. Vefurinn hefur nú verið opnaður á vefsvæði Byggðasafnsins og gefst áhugasömum kostur á að skoða þau bátalíkön sem Grímur smíðaði og eru í eigu Byggðasafnsins. Hverju líkani fylgir saga bátsins með vönduðum myndum af hverju módeli.

Grímur smíðaði þó talsvert fleiri módel en hér gefur að líta, bátalíkön sem eru í eigu annarra safna, fyrirtækja og einstaklinga. Byggðasafnið óskar því eftir upplýsingum og myndum af bátalíkönum sem eru í eigu annarra með það að markmiði að í framtíðinni verði hægt að sjá hér heildaryfirlit yfir allan bátaflota Gríms Karlssonar.
Mynd og texti af vf.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...