Beitir glæsilegur

83
Deila:

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í vikunni og var svo sannarlega glæsilegur. Hann hefur verið í Slippnum á Akureyri að undanförnu þar sem sinnt hefur verið viðhaldi auk þess sem skipið var málað hátt og lágt.

Síldarvinnslan festi kaup á Beiti í árslok 2015. Skipið var keypt frá Danmörku og var burðarmesta uppsjávarveiðiskip við Norður-Atlantshafið þegar Síldarvinnslan eignaðist það. Beitir er fullkominn í alla staði en skipið var smíðað hjá Western Baltica Shipbuilding í Litháen árið 2014. Beitir er 4.138 tonn að stærð, lestarrýmið er 3500 rúmmetrar í 13 kælitönkum og stærð aðalvélar rúmlega 7000 hestöfl.

Beitir hefur þegar haldið til makrílveiða.
Ljósmynd Hákon Ernuson

 

Deila: