-->

Bjóða upp á rafmagn og hitaveitu fyrir bátana

„Í langflestum tilvikum, þegar skip stoppar í höfn meira en sólarhring, tekur það landtengingu. Við ráðum reyndar ekki alveg við frystitogarana hvað varðar rafmagnið. Þeir eru engu að síður landtengdir og nota það rafmagn sem við getum skaffað þeim.  Það er orðið lítið um að menn séu að keyra ljósavélar í landlegu. Það er há helst þegar verið er að nota löndunarkrana, að rafmagnstengingin ráði ekki alveg við það. Þá má benda á það að frystitogararnir stoppa venjulega mjög stutt í landi, bara meðan á löndunum og viðgerðum og viðhaldi stendur,“ segir Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík.

Þá á að vera hægt hér að bjóða upp á heitt vatn  til upphitunar í skipum sem til þess eru búin. Ég veit að það eru þrjú skip að koma til Grindavíkur sem eru búin með varmaskipti svo þau geti tekið hitaveitu. Svo er það okkar og hitaveitunnar að skaffa vatnið og tengingar.  Hafnsögubáturinn okkar er á heitu vatni og það stendur til að björgunarbáturinn fari yfir á það líka. Við viljum búa við þann kost að geta boðið upp á hitaveitu á bryggjunni. Þetta er allt önnur vara, rafmagn og heitt vatn, þó það þjóni á vissan hátt sama tilgangi; að halda skipunum heitum.  Rjúki verð á rafmagni til dæmis upp, getur hitaveitan að miklu leyti komið í staðinn.

Sigurður segir það nánast útlokað fyrir Grindavíkurhöfn að bjóða flutningaskipum landtengingu.  Bæði þurfi þau mikið rafmagn og einnig að það sé ekki svo mikið um komu þeirra að það borgi sig að fjárfesta í miklum og dýrum búnaði til að veita þessa þjónustu. Legudagar stórra skipa í Grindavík séu kannski um einn og hálfur mánuður og það sé of stuttur tími fyrir mikla fjárfestingu. Að auki séu skipin ekki útbúin til þess að taka við rafmagni úr landi. Þetta þurfi þá að vera samræmt átak útgerða flutningaskipa, raforkusala og hafnanna til að þess skipin verði með búnað til að taka við rafmagni, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka í öðrum löndum.

„Okkur hefur verið þetta með rafmagnið mjög hugleikið og keyptum búnað af fyrirtækinu e Ttactica. Hann gerir mönnum kleift að fylgjast með því á netinu hver notkunin er. Tenglarnir hjá okkur ráða mest við 125 amper, en stundum verður álagið það mikið að þeir slá út  eða ofhitna og brenna. Það eru ýmsar ástæðu sem geta orðið til þess að skip slá út landtengingunni. Kerfið sendir okkur þá upplýsingar um það í síma og því getum við og vélstjórar brugðist hraðar við en ella. Í sumum skipum er reyndar búnaður sem ræsir ljósavélar sjálfkrafa, rofni straumurinn úr land,“ segir Sigurður.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...