Björg aflahæst skipa Samherja

Björg EA 7 var aflahæst skipa Samherja á árinu 2020 með samtals 9.443 tonn af veiddum afla. Kaldbakur EA 1 fylgdi fast á eftir með 9.377 tonn og Björgúlfur EA312 var í þriðja sæti með 9.001 tonn. Björgvin EA 311 var með 7.062 tonn og Harðbakur EA 3 og leiguskip, sem voru ekki við veiðar allt árið, voru með samtals 4.178 tonn upp úr sjó.  Meginuppistaðan í afla skipanna var þorskur en einnig voru ýsa, ufsi og gullkarfi í heildaraflatölunni auk annarra tegunda.

Í verðmætum talið var uppsjávarskipið Margret EA 710 í fyrsta sæti með 2.062 milljóna aflaverðmæti á árinu 2020. Kaldbakur EA 1 og Björg EA 7 voru jöfn í öðru og þriðja sæti með 2.023 milljón krónur hvort. Björgúlfur EA 312 var fjórði með 1.915 milljón krónur, Björgvin EA 311 með 1.492 milljón krónur og Harðbakur EA 3 og leiguskip, sem eins og áður sagði voru ekki við veiðar allt árið, með 1.032 milljón króna verðmæti.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...