Björgólfur fer úr brúnni

224
Deila:

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sína í aðalstjórn Sjóvá en það kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndar Sjóvá sem birt var í tilkynningu til Kauphallar í gær. Fr+a þessu er greint á visir.is

Björgólfur tók við starfinu þann 14. nóvember eftir að tilkynnt var að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi stíga til hliðar í kjölfar Samherjaskjalan.a svokölluðu. Útgerðarfyrirtækið er til rannsóknar vegna gruns um að hafa greitt embættismönnum í Namibíu til að komast yfir kvóta þar í landi.

Björgólfur segist í samtali við fréttastofu reikna með því að Þorsteinn Már tæki aftur við forstjórastöðunni hjá Samherja þegar hann kveður í mars.

„Fram kom í nóvember þegar forstjóraskiptin tímabundnu urðu að um væri að ræða aðgerð þar til helstu niðurstöður innri rannsóknar á starfsemi dótturfélags Samherja í Namibíu lyki. Um er að ræða rannsókn norsku lögmannastofunnar Wikborg Rein sem Samherji greiðir fyrir að rannsaka málið.

Því til viðbótar er málið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Fjölmargir embættismenn í Namibíu hafa verið handteknir vegna málsins. Þá var íslenskur skipstjóri hjá dótturfélagi Samherja sektaður um eina milljón króna á dögunum fyrir ólöglegar veiðar,“ segir í fréttinni.

 

Deila: