Bláskel í eplasíder

Deila:

Þá mánuði sem r er í nafni mánaðarins, er nokkuð öruggt að óhætt er að borða bláskel sem týnd er á fjöru. Hina mánuðina eða vor og sumar getur komið upp þörungaeitrun í skelinni og getur hún verið hættuleg mönnum. Á þeim tíma er því öruggara og hafa skelina fyrsta. Þannig fæst hún allan ársins hring og fersk flesta mánuði. Við fórum á stúfanda og fundum þessa fínu uppskrift á vefsíðunni allskonar.is
„Bláskel er alveg dásamleg, hvort sem hún er fersk eða frosin. Hér kemur uppskrift að fljótlegri bláskel í eplasídersósu. Ég notaði Henry Westons Cider þar sem hann er meðal þurr, en þú getur notað þann síder sem þér finnst vera bestur, og að sjálfsögðu óáfengan líka.

Eitt kíló af bláskel hentar ágætlega fyrir 2 sem aðalréttur og það er frábært að bera fram nýbakað brauð með til að dýfa í sósuna. Þú getur notað sama magn af innihaldsefnunum fyrir 2 kíló, mestu skiptir að potturinn sé þá stór til að þú náir að sjóða kræklinginn vel í gufunni,“ segir í inngangi að uppskriftinni.

Innihald:

  • 1 kg bláskel
  • 2 dl eplasíder
  • 3 msk smjör
  • 1 lárviðarlauf
  • 2 greinar timian
  • 1/2 púrrulaukur, skorinn í þunna hringi
  • 1 dl rjómi
  • steinselja
  • nýmalaður svartur pipa
  • Aðferð:
  • Skolaðu bláskelina í sigti undir köldu, rennandi vatni.
  • Settu smjör í pott og leggðu í það lárviðarlaufið og timian greinarnar. Steiktu púrrulaukinn í smjörinu í 1-2 mínútur. Helltu þá sídernum út í og láttu sjóða í hálfa til 1 mínútu.
  • Leggðu bláskelina út í pottinn og settu lokið á. Láttu gufusjóða í 2-3 mínútur eða þar til skeljarnar opna sig. Þú gætir þurft að hræra aðeins í þeim eftir 1-2 mínútur.
  • Helltu rjómanum út í pottinn og smá steinselju, lokaðu pottinum og láttu sjóða í 1 mínútu í viðbót.
  • Taktu skelina upp úr og leggðu í stóra skál, eða skál fyrir hvern og einn, helltu svo sósunni yfir og stráðu steinselju yfir allt.
  • Algerlega dásamlegt borið fram með nýbökuðu brauði og vel kældri sætri Van Gogh Riesling.

 

Deila: