Bleikja með pestó og parmesanosti

525
Deila:

Bleikja er einstakur fiskur, enda finnst hún aðeins norður undir heimskautsbaugnum, á Íslandi, Grænlandi, Kanada, Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Hún veiðist í ám og vötnum, en mest framboð af henni kemur úr fiskeldi. Þar er Ísland í fararbroddi með meira en helming af framleiðslunni og stendur Samherji þar fremstur í flokki, sem stærsti einstaki framleiðandi i heimi. Markaðir fyrir bleikjuna eru norðarlega í Bandaríkjunum og á norðanverðu meginlandi Evrópu og í Sviss.
Þetta er einföld og fljótleg uppskrift. Einstaklega bragðgóður og hollur réttur.

Innihald:

4 180g bleikjubitar, roð- beinlausir

6 msk. grænt pestó

½ bolli brauðraspur

½ bolli parmesanostur, rifinn.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Leggið álpappír í botninn á eldföstu móti. Skafið af fituna sem kann að vera eftir á roðhliðinni. Leggið þá bleikjubitana ofan á álpappírinn. Jafnið pestóinu á bitana og blandið saman raspinum og rifna ostinum og jafnið blöndunni yfir bitana.  

Bakið bleikjuna í 12 til 15 mínútur eftir þykkt bitanna. Skjótið grilli á þá síðustu mínútuna eða svo til að fá skorpuna stökka.

Berið laxinn fram með soðnum kartöflum og brokkoli og salati að eigin vali.

Deila: