Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

131
Deila:

Engin þjóð í heimi framleiðir jafnmikið af bleikju úr eldi eins og Ísland. Ekkert eitt fyrirtæki í heiminum framleiðir meira af bleikju en Samherji fiskeldi. Fyrir vikið er stöðugt og gott framboð af þessum úrvals fiski hér á landi allt árið um kring. Við leggjum því til að lesendur Auðlindarinnar splæsi í bleikju, kotasælu og aspas og gæði sér á þessum gómsæta rétti sem þessi uppskrift býður upp á. Hollur og bragðgóður réttur sem við mælum með.

Innihald:

4 roðlausir bitar af bleikjuflökum um 150g hver

salt og pipar

360g kotasæla

½ bolli rifinn parmesan ostur

2 msk. fersk basilíka, söxuð

2 tsk. sítrónubörkur, rifinn

Salt og pipar

Ein dós/krukka aspas

1 msk. smjör

½ bolli kjúklingasoð

2 msk sítrónusafi

2 tsk. sósujafnari

Aðferð:

Kryddið bleikjuna með salti og pipar eftir smekk. Þrýstið aðeins ofan á flökin til að fletja þau. Blandið saman kotasælu, parmesan osti, basilíku, sítrónuberki og kryddið með salti og pipar. Skiptið aspasstönglunum á bitana og jafnið kotasælublöndunni yfir. Rúllið bitunum upp og notið tannstöngul til að halda þeim saman ef þess þarf. Leggið rúllurnar í smurt ofnfast mót með samskeytin niður.

Bakið í 220° heitum ofni í 15 til 20 mínútur.

Bræðið á meðan smjör í litlum potti á miðlungshita. Hellið kjúklingasoðinu út í ásamt sítrónusafa og sósujafnara og látið þykkna.

Jafnið sósunni yfir bleikjurúllurnar og berið fram með fersku salati og soðnum kartöflum og eða ristuðu brauði. Skreytið með basilíkublöðum og myljið smávegis af svörtum pipar yfir

Deila: