Bolfiskur og kolmunni á Fáskrúðsfirði

Deila:

Skipin koma hvert af öðru til að landa á Fáskrúðsfirði. Í dag er verið að landa úr bolfiski úr Ljósafellinu, togara Loðnuvinnslunnar, en skipið kom með 110 tonna afla. Þar af eru 50 tonn af ufsa, 25 tonn af karfa, 25 tonn af ýsu, 3 tonn af þorski og síðan aðrar tegundir. Skipið heldur til veiða á ný á morgun.

Gamla Hoffellið sem þjónaði Loðnuvinnslunni í 8 ár. Skipið var selt til Færeyja í fyrra en landaði nú í fyrsta sinn á Fáskrúðsfirði undir nafninu Ango. Mynd: Þorgeir Baldursson

Segja má að gamall vinur hafi heilsað upp á Fáskrúðsfirðinga í gær þegar færeyska uppsjávarskipið Ango kom til löndunar á 1.500 tonnum af kolmunna. Skipið hét áður Hoffell og var í eigu Loðnuvinnslunnar frá 2014 þar til í fyrra þegar núverandi Hoffell kom í stað þess. Ango var um 32 tíma á siglingu af kolmunnamiðunum suð-austur af Færeyjum.

Á meðfylgjandi mynd er togarinn Ljósafell við bryggju á Fáskrúðsfirði. Mynd: Þorgeir Baldursson

 

Deila: