Börkur með mest af síld

120
Deila:

Tæplega 20 skip hafa nú landað norsk-íslenskri síld í haust. Aflinn er orðinn 36.331 tonn, en leyfilegur heildarafli er 113.674 tonn.

Aflahæsta skipið nú samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í morgun, er Börkur NK með 4.459 tonn. Fimm önnur skip eru búin að landa meiru en 3.000 tonnum og eru það Jón Kjartansson SU með 3.952 tonn, Beitir NK með 3.444 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU með 3.172 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 3.124 tonn og Jóna Eðvalds SF með 3.058 tonn.

Deila: