Bragi til liðs við iTUB

Deila:

Bragi Smith hefur verið ráðinn viðskipta- og þróunarstjóri hjá iTUB á Íslandi. Bragi mun leiða sölu félagsins á Íslandi og vinna að viðskiptastefnu þess.

Áður starfaði Bragi sem markaðsstjóri OMAX heildverslun. Bragi setti á laggirnar Lín Design árið 2007 og rak þar til hann seldi fyrirtækið í lok árs 2017. Þar áður starfaði Bragi í bankageiranum í 10 ár, lengst af hjá Kaupþingi sem viðskiptastjóri í eignastýringu.

Bragi er með MBA gráðu frá University of New Haven í Bandaríkjunum og stundar nú mastersnám í markaðs- og alþjóðafræðum við Háskóla Íslands.

iTUB sérhæfir sig í leigu á endurnýtanlegum umbúðum fyrir sjávarútveg í Norður Atlantshafi. iTUB er með starfsstöðvar í Noregi, Danmörku og á Íslandi, auk þjónustustöðva á öllum helstu fiskvinnslusvæðum í norðanverðri Evrópu. iTUB er leiðandi í þjónustulausnum á kerum fyrir veiðar, vinnslu og flutning á hráefni. Sjálfbærni er ávallt höfð að leiðarljósi og býður iTUB eingöngu upp á fullkomlega endurvinnanleg ker sem framleidd eru af Sæplasti á Dalvík.

 

Deila: