Breytt leyfi Stolt Sea Farm gefið út

97
Deila:

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Stolt Sea Farm Holdings Iceland hf. til fiskeldis á Vitabraut 7 í Reykjanesbæ í samræmi 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi . Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 21. maí 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18. júní 2021.

Stolt Sea Farm Holdings Iceland er með rekstrarleyfið FE-1076 sem heimilar hámarksframleiðslu á 2.000 tonnum í landeldi á senegalflúru og styrju á Vitabraut 7 í Reykjanesbæ. Fyrirtækið sótti um þá  breytingu að í stað tegundanna senegalflúru og styrju yrðu tegundirnar senegalflúra og gullinrafi. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.

Deila: