Brim grípur til ráðstafana vegna COVID-19

121
Deila:

Brim hefur gripið til ýmsa ráðstafana í ljósi þess að COVID-19 veiran hefur borist til landsins. Mikilvægt er að vinna saman að því að hefta útbreiðslu veirunnar eins og kostur er, en heilsa og öryggi starfsfólks er í forgangi hjá Brimi hf. „Við viljum því hvetja alla aðila til að kynna sér vel upplýsingar á vef Landlæknis og mælumst til þess að fyrirmælum Landlæknis sé fylgt og viðkomandi einstaklingar fari í sóttkví ef þeir hafa verið útsettir fyrir smiti,“ segir í færslu á heimasíðu Brims.
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/

„Við höfum hvatt til þess að starfsfólk félagsins skipuleggi engar heimsóknir í starfsstöðvar félagsins um óákveðinn tíma vegna óvissuástands sem ríkir. Jafnframt höfum við hvatt til þess að starfsfólk skipuleggi ekki vinnuferðir á vegum Brim hf til skilgreindra áhættusvæða, draga úr ferðalögum eins og kostur er og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem COVID-19 faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt.

Þrif hafa verið aukin á starfsstöðum félagsins og seint er of oft ítrekað, að handþvottur er áhrifamesta forvörnin. Þvoum hendur vel, fyrir og eftir mat og oftar en venjulega. Notum bæði sápu og spritt. Félagið minnir á að nota símann eða annan fjarfundabúnað vegna funda og annarra samskipta við starfsfólk félagsins.

Til að lágmarka líkurnar á röskun á starfsemi fiskvinnslunnar í Norðurgarði, á starfsstöðvum félagsins á Akranesi og Vopnafirði og á skipum Brims, er mælst til þess að dregið verði úr tilefnislausum heimsóknum þar sem vinnsla fer fram.“

 

Deila: