-->

Byggðakvóti dregst saman

Samdráttur í heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 nemur 797 þorskígildislestum.  Úthlutunin byggir á þeim reglum sem fram koma í 4. gr. reglugerðar nr. 675/2019, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020, og talnaupplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2009/2010 til fiskveiðiársins 2018/2019.

Nokkrar breytingar verða á heildarúthlutun milli ára og því magni sem einstök byggðarlög fá úthlutað. Á fiskveiðiárinu 2019/2020 er almennum byggðakvóta úthlutað til 45 byggðarlaga í 28 sveitarfélögum í samanburði við 24 sveitarfélög og 42 byggðarlög á fiskveiðiárinu 2018/2019.

Þeim byggðarlögum sem fá 300 þorskígildislesta hámarksúthlutun á fiskveiðiárinu 2019/2020 fækkar um fjögur í þrjú frá fiskveiðiárinu 2018/2019 og fjögur byggðarlög fá 15 þorskígildislesta lágmarksúthlutun.

Fjögur byggðarlög fá úthlutun á grundvelli samdráttar í vinnslu á rækju, sem veidd er hér við land og nemur samanlögð úthlutun til þessara byggðarlaga 630 þorskígildislestum. Ekkert byggðarlag fær hins vegar úthlutun á grundvelli samdráttar í vinnslu á skel (hörpudisk og/eða kúfskel), sem veidd er hér við land.

Byggðarlög með færri en 400 íbúa fá 3.384 þorskígildislestum úthlutað sem er 20% aukning sem hlutfall af heildarúthlutun í samanburði við fiskveiðiárið 2018/2019. Byggðarlög með fleiri en 400 íbúa fá 1.990 þorskígildislestum úthlutað sem er 22% samdráttur sem hlutfall af heildarúthlutun í samanburði við fiskveiðiárið 2018/2019.

Eftir landshlutum þá eru helstu breytingar frá úthlutun fiskveiðiársins 2018/2019 þær að samdráttur á Austurlandi er 16 þorskígildislestir, aukning á Norðurlandi eystra er 5 þorskígildislestir, samdráttur á Norðurlandi vestra 17 þorskígildislestir á Norðurlandi vestra, aukning á Suðurlandi er 26 þorskígildislestir, samdráttur á Suðurnesjum er 366 þorskígildislestir, samdráttur á Vestfjörðum er 99 þorskígildislestir og samdráttur á Vesturlandi er 330 þorskígildislestir.

Sundurliðun á úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga 2019/2020.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...

thumbnail
hover

Fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri...