Bylgja að skríða út frá Grindavík

235
Deila:

Vísir hf. í Grindavík hefur gert samning um leigu á Bylgju til eins árs. Kemur hún inn í flota Vísis í stað Kristínar sem að lagt var á dögunum eftir um það bil 20 ára þjónustu í þágu Vísis.
Með þessum leigusamning kaupir Vísir sér tíma og ráðrúm til að velta framhaldinu fyrir sér, hvernig og hvort trollbátur passar inn í útgerðarmynstur fyrirtækisins. Ekki er útilokað að ráðist verði í nýsmíði í stað Kristínar.

Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Matthías Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.
Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.
Brá þessu er greint á fésbókarsíðunni bátar og bryggjubrölt.

Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson.

Deila: