Byrjaði 10 ára í saltfiski

Deila:

Maður vikunnar þennan daginn er yfirvélstjórinn á Hring SH frá Grundarfirði, Guðmundur Pálsson. Hringur er gerður út af G.Run og fiskar fyrir vinnsluna þar.  Guðmundur byrjaði 10 ára að vinna í saltfiski með afa sínum og fór í fyrsta túrinn á sjó á togaranum Runólfi SH. Hann hefur mikinn áhuga á veiði og þykir villibráðin góð.

Nafn:

Guðmundur Pálsson

Hvaðan ertu?

Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Hólmfríði Hildimundardóttir  og eigum saman Pál Hilmar og Diljá.

Hvar starfar þú núna?

Yfirvélstjóri á Hring SH.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði um tíu ára að vinna í saltfisk hjá Hring afa á Rifi en fór fyrsta túrinn minn á sjó 14 ára á Runólfi SH.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Á sjónum er það þegar fiskast vel og veðrið er gott.

En það erfiðasta?

Það er fjarveran frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í ístörfum þínum?

Það hefur margt skondið komið uppá á sjónum, en ekkert sem stendur sérstaklega uppúr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég var svo heppinn að geta verið eitt sumar með Hringi Hjörleifssyni afa mínum á trillunni hans og er það mjög sterkt í minningunni.  

Hver eru áhugamál þín?

Það er stangveiði, skotveiði og skíði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er helst villibráðin sem ég  veiði.

 

Deila: