Byrjaði 13 ára á handfærum

Deila:

Maður vikunnar er trillukarl í dag, en fyrrverandi togarajaxl. Það skrýtnasta sem komið hefur fyrir hann er að vera í togararalli á Páli Pálssyni fyrir Hafró. Kótilettur eru í uppáhaldi og draumafríinu myndi hann verja einn og yfirgefinn í Jökulfjörðum.

Nafn:

Snæbjörn um borð í Bjartmari.

Snæbjörn Friðbjarnason.

Hvaðan ertu?

Hnífsdal.

Fjölskylduhagir?

Giftur og með 3 uppkomin börn og barnabörnin orðin 5.

Hvar starfar þú núna?

Ég er stoltur strandveiðimaður á Bjartmari ÍS 499.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1968, 13 ára á handfæraveiðum á Pólstjörnu ÍS 85.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að vera á handfæraveiðum í góðu veðri á Bjartmari ÍS 499 undir Barða.

En það erfiðasta?

Allar frívaktirnar í mok ýsuveiði á Páli Pálssyni ÍS 102 sem var svo ekkert verð fyrir.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Togararallið fyrir Hafró á Páli Pálssyni ÍS.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nú margir en langar að nefna Dána Kálf og Gulla Greifa.

Hver eru áhugamál þín?

Skotveiði og gamlir bílar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakótilettur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Einn og yfirgefinn norður í Jökulfjörðum.

Deila: