-->

Byrjaði 13 ára á skaki

Maður vikunnar er frá Suðureyri við Súgandafjörð. Hann var 44 ár til sjós. Fyrst á skaki síðan bátum og loks skuttogurum. Saltaðir þorskhausar með vestfirskum hnoðmör og kartöflum er uppáhaldsmaturinn hans.

Nafn:

 Bragi Ólafsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð.

Fjölskylduhagir?

Giftur Hansínu Þórarinsdóttir. 5 börn á lífi, eitt dó í æsku.

Hvar starfar þú núna?

Fór í land árið 2002 eftir 44  ára samfellda sjómennsku, þá 58 ára. Er nú framkvæmdarstjóri  hjá „Selið Fasteignafélag ehf“

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fór fyrst á skak með föður mínum  árið 1956, þá 13 ára á 38 tonna bát alltaf sjóveikur og ætlaði alls ekki verða sjómaður. Fór samt aftur á sjó sumarið eftir

Og varð sjómennskan mitt starf eftir það næstu 44 árin. Lauk námi í Stýrimannaskólanum árið 1964 og var  stýrimaður og skipstjóri á bátum og svo skuttogurum eftir það.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Aflabrögðin, það er vítamínið sem heldur spenningnum  og áhuganum uppi. Og ánægjan  að vera með skemmtilegum skipsfélögum.

En það erfiðasta?

Sennilega þegar ég byrjaði til sjós og var alltaf sjóveikur, en  ég losnaði við hana  þegar ég var 15 ára og var aldrei sjóveikur eftir það. Þegar ég hætti til sjós, sá  ég fljótlega að það var líka  skemmtilegt líf í landi.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Sennilega á síldveiðum í gamla daga, en of langt mál  að fjalla um. En það var stórskemmtilegt eftir á.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Erfitt að svara, var með mörgum skemmtilegum vinnufélögum, en get þó nefnt skipstjórana Kristinn Gestsson og Halldór Hallgrímsson, sem gaman var  að vinna með.

Hver eru áhugamál þín?

Núverandi vinna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltaðir þorskhausar með vestfirskum hnoðmör og kartöflum.


Hvert færir þú í draumfríið?

Út í sól og hita, en ekki og lengi  í einu samt.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...