Byrjaði 14 ára á sjó

125
Deila:

Hann byrjaði 14 ára til sjós á Hólmaborg SU en stýrir nú Guðrúnu Þorkelsdóttur SU og er á kolmunnaveiðum um þessar mundir. Hann er Eskfirðingur og hefur áhuga á skotveiði og langar í karabíska hafið.

Nafn:

Bjarni Már Hafsteinsson.

Hvaðan ertu?

Eskifirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Rósu Berglindi. Börn: Hafsteinn, Hafþór Máni og Alma Rós.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fór fyrstu veiðiferðina 14 ára á Hólmaborg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar fiskast vel.

En það erfiðasta?

Ekkert.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Fékk virkt tundurdufl í trollið á Bjarti NK.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Húsvíkingurinn Bjarki Helgason.

Hver eru áhugamál þín?

Skotveiði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kolagrilluð nautalund,

Hvert færir þú í draumfríið?

Karabíska hafið.

 

 

 

 

Deila: