-->

Byrjaði 14 ára á sjó

Hann byrjaði 14 ára til sjós á Hólmaborg SU en stýrir nú Guðrúnu Þorkelsdóttur SU og er á kolmunnaveiðum um þessar mundir. Hann er Eskfirðingur og hefur áhuga á skotveiði og langar í karabíska hafið.

Nafn:

Bjarni Már Hafsteinsson.

Hvaðan ertu?

Eskifirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Rósu Berglindi. Börn: Hafsteinn, Hafþór Máni og Alma Rós.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fór fyrstu veiðiferðina 14 ára á Hólmaborg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar fiskast vel.

En það erfiðasta?

Ekkert.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Fékk virkt tundurdufl í trollið á Bjarti NK.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Húsvíkingurinn Bjarki Helgason.

Hver eru áhugamál þín?

Skotveiði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kolagrilluð nautalund,

Hvert færir þú í draumfríið?

Karabíska hafið.

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...