Dadda komið til bjargar

Deila:

Mynd mánaðarins: Hér er mynd sem Jón Steinar Sæmundsson tók í maí í fyrra og sýnir það þegar Valdimar GK 195 aðstoðar vélarvana strandveiðibátinn Dadda GK 55. „Strandveiðibáturinn Daddi GK 55 varð vélarvana um hér rétt vestan við Grindavík og rak í átt að landi.

Línubáturinn Valdimar GK 195 var á leið í róður og kom Dadda sem kominn var nokkuð nálægt landi til aðstoðar, komu skipverjar taug á milli og drógu hann frá landi þar sem að björgunarbáturinn Árni í Tungu frá Björgunarsveitinni Þorbirni tók við og dró hann til hafnar,“ segir Jón Steinar um mundina.

 

Deila: