-->

Dælir 60 tonnum af fiski á klukkustund

Skoska sjávarútvegsfyrirtækið Denholm Seafoods hefur skrifað undir kaup á 16” ValuePumpTM frá
Skaganum 3X, eftir nokkra mánaða rannsóknar- og þróunarvinnu sem fyrirtækin stóðu saman að.  Nýjasta hönnun Value PumpTM dælunnar afkastar allt upp í 60 tonnum af uppsjávarfisk á klukkustund og flytur hún hráefni um 200 metra frá höfninni að vinnslu Denholm í gengum 16 tommu rör.
„Hönnun, þróun og smíði á þessari 16” ValuePump™ var svo sannarlega áskorun en afrakstur
erfiðisins er hreinlega magnaður,“ segir Ragnar Arnbjörn Guðmundsson svæðissölustjóri Skagans 3X.
„Við höfum verið í þróunarvinnu undanfarna mánuði með ValuePumpTM dæluna og ég er virkilega
stoltur að segja frá því að hún getur afkastað 60 tonnum á klukkustund og getur dælt hráefni upp á
við um allt að 10 metra, allt eftir óskum kaupandans. Mikilvægast af öllu er það hversu vel
ValuePumpTM dælan fer með hráefnið á meðan á flutningi stendur, sem tryggir viðhald á gæðum
hráefnisins.“
Byggt á fornum fræðum
ValuePump™ hefur verið framleidd hjá Skaganumn 3X síðan 1994 í ýmsum formum, en á síðasta ári
hóf fyrirtækið rannsóknir og prófanir á nýrri og bættri hönnun sem uppfyllir kröfur Denholm
Seafoods.
ValuePump™ flytur hráefni í gegnum lokað lágþrýstings lagnakerfi með lofti og vökva sem getur verið
breytilegur, allt eftir tegund afurðar og hvaða virðisauka er óskað eftir á meðan á flutningi stendur.
Til að mynda er mögulegt að bæta við vökvahringrás, krapakerfi, varmaskiptum, pækilkerfi og fleira
til þess að ná fram virðisauka hráefnis.
„ValuePump™ gengur fyrir mun minni orku samanborið við aðrar dælulausnir. “ValuePump™ mun
ekki einungis spara orku, því einnig mun hún leysa af flutningabíla sem hafa verið notaðir til að ferja
hráefni frá höfn og inn í vinnsluhús” segir Ragnar, „sem gerir þessa vinnslu umhverfisvæna fyrir
viðskiptavin okkar.”
Dælan notar ekki hefðbundna skrúfu heldur snýst hún öll. Við það færist vökvi og hráefni í gegnum
dæluna og áfram í átt að vinnsluhúsinu. Þetta gerir okkur kleift að flytja hráefnið hærra upp án þess
að draga úr gæðum.
Denholm Seafoods er uppsjávarfyrirtæki sem veiðir sinn fisk í Norðursjó. Fyrirtækið framleiðir ýmsar
vörur sem unnar eru úr hágæða uppsjávarfisk og eru fáanlegar bæði ferskar og frosnar út um heim
allan.
„Við erum ótrúlega spennt að hefja notkun á ValuePump™. Dælan mun ekki einungis koma til móts
við mikla afkastagetu,” segir Richard Duthie, Sölustjóri hjá Denholm. „Heldur mun hún einnig auka
virði afurðar þar sem við munum kæla og hreinsa fiskinn við flutning frá höfninni til frekari vinnslu.
Einnig erum við afskaplega ánægð með það að sleppa við notkun flutningabíla við flutning á hráefni.“

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Togararallið hafið

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikur. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir G...

thumbnail
hover

Aukinn fjölbreytileiki, sterkari stoðir

„Aukinn fjölbreytileiki útflutningsgreina treystir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Ábatinn verður sérstaklega áberandi þegar í ...

thumbnail
hover

Vetrarmælingum á ástandi sjávar lokið

Lokið er 14 daga vetrarferð rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í kringum landið, sem er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjáva...