Djúpsteiktur þorskur

Deila:

Nú er það þorskur og hvers vegna ekki. Það er einhver besti matfiskur sem við eigum völ á og nóg höfum við af honum. Þessi uppskrift er einföld og góð, en hana sóttum við inn á uppskriftasíðu Nóatúns. Þar ætti því að vera hægt að nálgast allt sem í réttinn þarf.

Innihald:

Þorskur

800 gr þorskhnakki roðlaus

salt og pipar

1 bolli hveiti

Orlydeig

1 ½ bolli hveiti

1 tsk salt

Pipar og hvítlaukskrydd

1 tsk lyftiduft

1-2 glös sódavatn

Wesson olía til djúpsteikingar

Dressing

1 dl Hunt‘s tómatsósa

½ dl sýrður rjómi

1 tsk hunang

1 tsk sinnep

2-3 dropar TABASCO® sósa

1 tsk Blue Dragon Minced Hot Chilli

Leiðbeiningar:

Hitið olíuna að 180 gráðum. Skerið fiskinn í bita, kryddið með salti og pipar, veltið upp úr hveiti. Hrærið saman öllum hráefnum í deiginu.
Dýfið fisknum í deigið og djúpsteikið þar til fiskurinn er gullinbrúnn.

Blandið saman í skál öllum hráefnum í dressinguna. Meðlæti gæti verið ýmislegt eftir vali hvers og eins, franskar kartöflur, soðnar, salat og gott brauð.

Deila: