Dýrafjarðarlaxinum pakkað víða um land

Deila:
Þessa dagana er verið að slátra laxi úr kvíum í Dýrafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Fish. Um er að ræða mikið magn, alls um 4000 tonn sem slátrað verður á sex vikna tímatili. Fiskinum er landað í Ísafjarðarhöfn en hann er síðan fluttur vítt um land til pökkunar, t.d. til Grindavíkur, Djúpavogs, Patreksfjarðar og víðar.
Til að þetta gangi upp þarf um 16 flutningabíla sem eru að allan sólarhringinn, alla dgaa vikunnar meðan á stendur. Á Facebook-síðu Arctic Fish segir að á annað hundrað manns komi að pökkun á afurðunum þar sem pökkunin er.
„Sannarlega skemmtilegt verkefni sem starfsfólk okkar og samstarfaðilar okkar eru að leysa á framúrskarndi hátt,“ segir í fréttinni.
Myndir eru fengnar af síðu fyrirtækisins.

Laxinum er landað á Ísafirði en síðan taka flutningabílar við og fara með laxinn til pökkunarstöðva víða um land.

Deila: