-->

Eðlileg afgreiðsla á leyfisumsóknum mikilvægust

Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish segir að afleiðingar kórónaveirufaraldursins gagnvart laxeldinu séu einkum þær að skapa óvissu um verð og sölu á afurðunum. Það sé fyllsta ástæða til þess að hafa áhyggjur af framvindu mála. Til skemmri tíma er heilsa starfsfólks okkar í algerum forgangi.

Shiran segir að eins og er sé Arctic Fish ekki að slátra fiski næstu 2 – 3 mánuði svo fyrirtækið er ekki að verða fyrir mjög neikvæðum áhrifum á tekjur sínar alveg á næstunni.  Óvissan sé einkum um það hve lengi áhrif faraldursins vari frameftir árinu. Almennt megi búast við að verð lækki tímabundið og eitthvað dragi úr sölu, en Shiran bendir þó á að um matvöru sé að ræða og því ekki líklegt að samdráttur í magni verði mikill. Almennt má segja að matvælaframleiðsla standi betur en flestar aðrar greinar. Engu að síður, segir Shiran er ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af fjárhagslegum áhrifum á fiskeldisfyrirtækin.

Þá eru aðstæður á þessum markaði almennt þannig að eftir páska og fram eftir hausti lækkar verðið og fer svo hækkandi aftur á síðasta fjórðungi ársins. Því sé ekkert endilega einboðið að verðlækkunin verði tilfinnanleg á árinu. Til lengri tíma megi svo gera ráð fyrir að markaðurinn jafni sig.

Fljótari afgreiðsla leyfa

Aðspurður um hvaða aðgerðir af hálfu stjórnvalda kæmu sér best fyrir fiskeldisfyrirtækin á Vestfjörðum svaraði Shiran því að leyfismálin væru lang mikilvægust. Ef afgreiðsla á leyfisumsóknum væri á eðlilegum hraða í stjórnkerfinu myndi það koma sér vel fyrir öll eldisfyrirtækin.  Leyfi til þess að auka fjárfestingar í lífmassa í sjó  nú myndi skila fyrirtækjunum auknum tekjum eftir 2 ár eða svo.  Með auknum leyfum væri líka hægt að fjárfesta frekar í innviðum fyrirtækjanna. “Hvoru tveggja myndi hafa jákvæð áhrif bæði til skemmri og lengri tíma fyrir fyrirtækin og nærumhverfið” segir Shiran Þórisson.

Mynd og texti af bb.is

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...