-->

Eftirlit með drónum fellur undir lögbundið eftirlit

Mikið hefur verið fjallað um eftirlit Fiskistofu með drónum í fjölmiðlum undanfarna daga. Umfjöllunin hefur m.a. lotið að því að notkun dróna við eftirlit sé ólögmætt og brjóti á friðhelgi einkalífs þeirra sem eftirlitið beinist að. Af því tilefni vill Fiskistofa ítreka að á síðasta ári var fyrirhugað eftirlit með drónum kynnt Persónuvernd. Með hliðsjón af lögbundnu eftirlitshlutverki Fiskistofu með fiskveiðum taldi Persónuvernd að vinnsla Fiskistofu á viðkvæmum persónuupplýsingum eins og lýst var gæti fallið undir lögbundið hlutverk Fiskistofu. Þá komu einnig fram gagnlegar ábendingar um hvernig eftirlitinu skyldi háttað og hverju þyrfti að huga að til að notkun dróna við fiskveiðieftirlit samræmdist lögum um persónuvernd.

Sjá nánar samskipti Fiskistofu og Persónuverndar hér .

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...